Markmið seturs

Markmið rannsóknarseturs í Framleiðni, Frammistöðu og Ferlum (rFFF) er að taka aðgerðarlega sýn á F‘inn þrjú með umbætur í huga.  Setrið tekur verkfræðilega nálgun á efnið og er markmiðið að steypa saman leiðum til að bæta F‘inn þrjú í skipuheildarsamhengi, bæði með fræðilegum og reynslulegum aðferðafræðum.  Ferlar og árangursstjórnun (frammistöðustjórnun) erum leiðirnar við viljum nýta til að bæta framleiðni. Nálgun setursins er á einstaklings, liða og skipuheildarstigi.  Við vinnum í lausnarrúmi sem inniheldur samskipti manns og tölvu, aðferðir, tæki og tól, kerfilega nálgun, vinnusálfræði og verkfræðilega stjórnun (engineering management).

Yfirlýsing vinnu okkar er:

„Að bæta framleiðni með því að skilja, stjórna og bæta ferla ásamt því að mæla frammistöðu á sanngjarnan, heilrænan og gegnsæjan hátt“