Ráðgjöf og vörur

Sú ráðgjöf og vörur sem setrið býður upp á byggir og/eða tengist eftirfarandi hugtökum og sviðum:

Ferlagerð, ferlagreining, ferlahönnun, framleiðslustjórnun, ferlastaðlar, áætlanagerð, spálíkön, hermun á ferlum, árangurstýring, árangursmælikvarðar, árangurskerfi, gæðakerfi, gæðastýringar, gæðaumbætur, breytingastjórnun tengd ferlum og árangursstýringu, hegðun fólks í samhengi við ferla og árangursstjórnun, framlegð starfsmanna, framlegð þekkingarstarfsmanna, framlegðarumbætur, hvatakerfi, hönnun hvatakerfa, tengingu hvatakerfa við árangursstjórnun, breytingastjórnun tengd framlegð og hvatakerfum og hegðun fólks í samhengi við framlegð og hvatakerfi.

Ráðgjöf og endurmenntun

Setrið býður upp á ýmsar leiðir í aðkomu þess að atvinnulífinu.

Mentorfundur

Aðkoma: Eins og tími hjá sálfræðingi, mætum á staðinn, engin undirbúningur
Framkvæmd: Hjá verkkaupa, spyrjum inn og fáum verkkaupa til að ‚horfast í augu‘ við málið
Gjaldskrá 40.000,- (mv. 2 aðila í ca. 1 klst)

Tímaráðgjöf

Aðkoma: Vinna að ákveðnu verki skv. skilgreiningu
Framkvæmd: Fundir + ‚off-site‘ vinna, á tímagrundvelli, símtöl greiðast fyrir hvert hafið korter
Gjaldskrá 18.000,- (pr klst, pr aðila)

Vinnubúðir

Aðkoma: Skilgreint verkefni verkkaupa tekið fyrir
Framkvæmd: Ýtarlegur undirbúningur, vinnubúðir í ákveðinn tíma
Gjaldskrá Tilboð

Rýni á ráðgjöfum – álitsgjöf

Aðkoma: Aðstoðum verkkaupa við að rýna ráðgjöf annara
Framkvæmd: Ýtarlegur undirbúningur og fundir hjá verkkaupa
Gjaldskrá Tilboð eða á tímagrundvelli

Námskeið

Aðkoma: Skilgreint námskeið úr RFFF lista
Framkvæmd: Hjá verkkaupa eða RFFF
Gjaldskrá Skv verðlista

Sérsniðið námskeið

Aðkoma: Námskeið skilgreint útfrá þörfum verkkaupa
Framkvæmd: Ýtarlegur undirbúningur, haldið hjá verkkaupa eða RFFF
Gjaldskrá Tilboð

Önnur aðkoma RFFF er einnig til umræðu.  Hafðu samband og kannaðu málið.

Vörur

Setrið hefur skilgreint ramma fyrir samfelt aðgengi að leiðbeiningu og mentoring.

´Léttur´ Lærimeistari

Aðkoma: Óundirbúin leiðbeining og mentoring
Framkvæmd: Í gegnum síma
Gjaldskrá 50.000,- pr mán.

´Hraustur´ Lærimeistari

Aðkoma: Óundirbúin leiðbeining og mentoring ásamt ýtarkönnun á málum sem ekki er hægt að svara strax.
Framkvæmd: Í gegnum síma og tölvupóst, 1x mentorfundur og allt að 3x Ráðgjafatímar
Gjaldskrá 100.000,- pr mán.                               (raunvirði: 144.000,-)

´Sterkur´ Lærimeistari

Aðkoma: Óundirbúin leiðbeining og mentoring ásamt ýtarkönnun á málum sem ekki er hægt að svara strax.
Framkvæmd: Í gegnum síma og tölvupóst, 2x mentorfundir og allt að 6x Ráðgjafatímar. Öðrum mentorfundi má skipta út fyrir 3x Ráðgjafatíma
Gjaldskrá 183.000,- pr mán.                                 (raunvirði: 292.000,-)

Allir pakkar Lærimeistara hafa eftirfarandi skilyrði:

  • Lærimeistara er uppsegjanlegur með 1. mánaðar fyrirvara, bæði að hálfu verkkaupa og verksala
  • Mentorfundir og ráðgjafatímar færasta ekki á milli mánaða
  • Öllum tölvupósti er svarað innan eins vinnudags (24 klst á virkun degi)

Við samning þarf að skilgreina:

  • Símatíma (hvenær dags, aðgengi)
  • Tengilið að hálfu verkkaupa sem sér um samskipti við Lærimeistara